Að vera í fremstu röð

markadssetning-a-netinu

Fyrirtæki sem eru í fremstu röð á netinu hafa það sameiginlegt að vinna markvisst að því að koma vefsíðum sínum í efstu sæti stærstu leitarvélanna á þann hátt að helstu markhópar þeirra finni þær fljótt og auðveldlega.

Með því móti ná þau ekki aðeins beint til bestu viðskiptavina sinna heldur verður vefsvæði þeirra að öflugu markaðs- og viðskiptatæki sem skilar beinum tekjum í kassann með minni kostnaði, aukinni hagræðingu og betri nýtingu á lykil starfsmönnum.

Þrátt fyrir þau augljósu viðskiptatækifæri sem felast í markaðssetningu á netinu þá notfæra fá fyrirtæki sér þessa þekkingu til þess að gera vefsíður sínar aðgengilegri fyrir markhópa sína. Þau fyrirtæki sem hafa unnið markvisst að markaðssetningu á netinu hafa því mikið forskot á keppinauta sína.

Fyrir aðeins nokkrum árum var var frekar auðvelt að markaðssetja vörur og fyrirtæki á netinu, með nokkrum “trixum” var hægt að tryggja topp stöðu í leitarniðurstöðum og fá gríðarlegt magn heimsókna á vefinn, þetta er liðin tíð.  Aðferðir sem virkuðu fyrir einu ári síðan geta núna orðið til þess að vefur fyrirtækis sé bannfærður og tekinn út af tiltekinni leitarvél.

Í dag eru aðferðirnar orðnar svo flóknar og viðamiklar og breytingar á þessu sviði svo örar að sérfræðingar í markaðssetningu á netinu þurfa að hafa sig alla við til þess að halda í við þróunina.

Markaðssetning á netinu er þríþætt:

 1. Að auka aðsókn valdra markhópa inn á vefsíðuna sem eru að leita að vörum og þjónustu fyrirtækisins.
 2. Að gera vefsíðuna leitarvélavæna þannig að hún komi upp í efstu sætum leitarniðurstaðna fyrir leitarorð sem þessi markhópur notar.
 3. Að gera vefsíðuna söluvæna til þess að auka nýtingarhlutfall á heimsóknum.

Aukin aðsókn á vefsíðuna

Til þess að finna tiltekna vöru eða þjónustu á Netinu þá notar fólk í flestum tilvikum leitarfrasa sem eru lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem það leitar að. Ef þessi leitarfrasi er ekki til staðar í vefnum þínum, þá kemur vefurinn þinn ekki upp í leitarniðurstöðunni. Vefur fyrirtækisins er því nánast ósýnilegur á netinu, og fyrirtækið nær því ekki til markhópsins í gegnum þennan öfluga miðil.

Með leitarfrasagreiningu er hægt að sjá nákvæmlega HVERJU markhópurinn þinn er að leita að þannig að þú getir notað réttu leitarstrengina til þess að laða að áhugasama viðskiptavini í kauphugleiðingum. Þú getur fengið ítarlegan lista yfir mest notuðu leitarfrasana og séð hve margir notuðu hvern leitarfrasa í hverjum mánuði.

Fjöldi leitarfrasa getur hlaupið á tugum, hundruðum eða tugþúsundum. Meðal þess sem farið er yfir í leitarfrasagreiningu eru B2B og B2C leitarfrasar yfir faghugtök, orð og orðasambönd, vöruflokka, vörur og vörumerki, þjónustuflokka og þjónustur, hliðarorð, tengd orðasambönd o.fl.

Þegar markhópurinn hefur verið greindur ásamt öllum helstu leitarfrösum sem höfða til hans er gerð úttekt á því hvað helstu samkeppnisaðilar eru að gera á netinu. Í því sambandi er gerður samanburð á 10 helstu samkeppnisaðilum þínum á netinu.

Í lok verksins er afhent skýrsla sem inniheldur nöfn og lén samkeppnisaðilanna, fjölda auglýsingaherferða sem þeir halda úti, hvað þeir eru að borga fyrir auglýsingarnar, hve margar síður þeir eru með skráðar hjá Google, fjöldi tengla inn og út af vefsvæðunum þeirra, page rank staða vefsvæðanna þeirra og margt fleira sem nýtist þér til þess að ná markaðslegu forskoti á netinu.

Close

Facebook markaðssetning

Sérhannaðar lausnir fyrir fyrirtæki sem vilja stækka Facebook vinahópinn og auka sýnileika á vörumerki, vörum og þjónustu og ná til til núverandi og tilvonandi viðskiptavina á auðveldan, ódýran og fljótlegan hátt . Yfir 260.000 íslendingar eru skráðir á Facebook, þetta eru um 80% landsmanna eða átta af hverjum tíu íslendingum. Með góðri Facebook fyrirtækjasíðu hefur þessi stóri markhópur aðgang að fyrirtæki þínu og þú getur nýtt þér eina öflugustu tegund markaðssetningar sem til er þ.e. þegar fólk mælir með fyrirtæki þínu, vörum og þjónustu. Facebook fyrirtækjasíða gerir þér kleift að byggja upp traust og viðskiptavild með jákvæðum og skemmtilegum samskiptum við fólkið sem kemur á síðu fyrirtækisins. Með fyrirtækjasíðu nálgast þú nýja markhópa og vekur athygli þeirra á fyrirtækinu, vörum þess og þjónustu. Facebook markaðssetning skiptist í fjóra hluta.
 1. Skráning - Hanna og setja upp skemmtilega fyrirtækjasíðu sem vekur áhuga og athygli.
 2. Tengingar - Tengjast fólkinu með skemmtilegum umræðum, myndum, spurningum, könnunum, auglýsingum, leikjum, samkeppnum o.fl. sem vekja áhuga og athygli.
 3. Samskipti - Taka þátt í umræðum og gera þær skemmtilegar og áhugaverðar, sýna örlæti og miðla gagnlegum upplýsingum.
 4. Virkja - Auka vinsældir, áhrif og útbreiðslu fyrirtækjasíðunnar með því að virkja vini hennar til góðra verka.
NÆSTU SKREF Þú velur lengd herferðar (7 til 30 daga herferðir í boði) og lætur okkur vita hvaða markmiðum þú vilt ná með herferðinni. Við sendum þér tillögur og hugmyndir og setjum í gang þegar þú hefur samþykkt tillögurnar. Við tökum stöðuna reglulega og látum þig vita þegar herferðin hefur náð settum markmiðum.
Close

Google markaðssetning

Í nokkur ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við að koma vefsvæðum sínum örugglega á fyrstu síðu Google fyrir valda leitarfrasa. Við höfum nýlega stækkað hópinn okkar og ráðið nokkra öfluga sérfræðinga í leitarvélabestun (SEO) og getum því bætt við okkur nokkrum fyrirtækjum sem vilja koma vefsvæðum sínum ofar á Google. #1 á Google Einn viðskiptavina okkar SérEfni með vefinn www.serefni.is er gott dæmi um vef sem hefur verið á fyrstu síðu Google í nokkur ár fyrir alla sína helstu leitarfrasa. Vefsvæði þeirra er í fyrsta sæti á Google fyrir eftirfarandi leitarfrasa, og fleiri til: #1 Húsamálning #1 Skipa og iðnaðarmálning #1 Iðnaðarmálning #1 Smábátamálning #1 Kalkmálning SérEfni er ekki bara á fyrstu síðu Google fyrir alla sína bestu leitarfrasa heldur er vefur þeirra efstur, þ.e. í fyrsta sæti, fyrir alla þessa leitarfrasa. Þitt vefsvæði á fyrstu síðu Google Ef þú hefur áhuga á að koma þínu vefsvæði á fyrstu síðu Google sendu okkur þá vefslóðina þína og fimm bestu leitarfrasana þína. Við könnum hvar vefsíðan er stödd á Google og skipuleggjum herferðina og setjum hana í gang. Vikulega tökum við stöðuna og látum þig vita þegar vefsíðan er komin á fyrstu síðu Google. Við notum aðeins öruggar SEO aðferðir í markaðssetningunni og tökum engar áhættur með óvandaðar "svartar" aðferðir. Hafa verður í huga að það getur tekið nokkrar vikur að ná þessum árangri allt eftir því hve mikil samkeppni er um leitarfrasana sem þú vilt nota. Við ábyrgjumst að vefsíðan komist á fyrstu síðu Google fyrir einn af þessum fimm leitarfrösum. Þjónustan kostar kr. 79.000 og er vel þess virði því þegar vefsvæði ykkar er komið á fyrstu síðu Google þá margfaldast heimsóknir þeirra sem leita að vörum ykkar og þjónustu þannig að hún er fljót að borga sig upp. Í flestum tilfellum hefur herferðin margfeldisáhrif og mun fleiri leitarfrasar en þeir sem valdir voru komast á fyrstu síðu Google. NÆSTU SKREF Smelltu á hnappinn og sendu okkur vefslóðina og fimm leitarfrasa ásamt greiðslu. Við könnum hvar vefsíðan er stödd í leitarniðurstöðum Google fyrir þessa frasa og byrjum að vinna við að koma vefnum ofar. Við tökum síðan stöðuna reglulega og látum þig vita þegar vefsíðan er komin á fyrstu síðu Google. Hafðu samband núna ef þú vilt vera með, það eru aðeins nokkur pláss laus.

fridrik-arnasonÁ fyrstu síðu Google á einni viku Við höfðum samband við Garðar hjá Veftorg.is og báðum hann um að hjálpa okkur að koma vefnum okkar enjoyiceland.is ofar á leitarvélunum. Við sendum honum nokkra leitarfrasa og á einni viku þá vorum við komin á fyrstu síðu google með fimm leitar frasa. Við mælum með þjónustunni sem Garðar veitir. -- Friðrik Árnason - enjoyiceland.is
Close

LinkedIn markaðssetning

#1 á LinkedIn

Komum prófílnum þínum á fyrstu síðu leitarniðurstaðna hjá LinkedIn fyrir einn af fimm leitarfrösum eða lykilorðum. Ábyrgjumst árangur og endurgreiðum kostnaðinn ef herferð skilar ekki árangri. Þetta er ný þjónusta hjá okkur og fyrstu niðurstöður lofa góðu. Við prófuðum þetta á tilteknum prófíl og í stuttu máli þá er viðkomandi einstaklingur annaðhvort í fyrsta sæti fyrir helstu leitarfrasana og lykilorðin sem tengjast starfsemi hans eða á fyrstu síðu leitarniðurstaðna. Þessi þjónusta kostar venjulega kr. 59.000 og er vel þess virði því þegar prófíll er kominn í fyrsta sæti leitarniðurstaðna á LinkedIn þá margfaldast heimsóknir og fyrirspurnir þeirra sem eru sérstaklega að leita að fólki með þína sérþekkingu. Í stuttan tíma bjóðum við þennan pakka með 33% kynningarafslætti. Afslátturinn gildir fyrir 5 næstu fyrirtækin/einstaklingana sem panta þjónustuna og fá því pakkann á aðeins kr. 39.500. Láttu okkur vita ef þú hefur áhuga á þessari þjónustu. Það eru aðeins 5 pláss í boði á þessu verði, fyrstur kemur fyrstur fær. Hafa verður í huga að það getur tekið nokkrar vikur að ná þessum árangri allt eftir því hve mikil samkeppni er um leitarfrasana sem þú vilt nota. NÆSTU SKREF Sendu okkur vefslóðina sem þú vilt koma efst á LinkedIn ásamt helstu leitarfrösum. Við könnum í hvaða sæti prófíllinn er núna á LinkedIn og sendum þér tillögur og hugmyndir um hvað þú getur gert til að bæta stöðuna og koma þér ofar í leitarniðurstöðurnar.
Close

Póstlista markaðssetning

Sendum rafræn fréttabréf á póstlista, hvort sem það eru ein og ein herferð eða vikulegt eða mánaðarlegt fréttabréf. Við getum séð um allt utanumhald á póstlistum og fréttabréfum. Viðskiptavinir útvega sinn eigin lista eða við aðstoðum við að safna netföngum í lista yfir áhugasama viðskiptavini allt eftir óskum hvers og eins. Þú sendir okkur einfaldlega texta og myndir sem við vinnum fyrir þig, setjum í rafrænt fréttabréf og sendum fyrir þig. Helstu kostir:
 • Enginn aukahugbúnaður.
 • Einfalt og fljótlegt í uppsetningu.
 • Ódýrt.
 • Þægilegt og öruggt í útsendingum.
 • Allir notendur fá tölvupóstinn.
 • Öll ónýt eða ógild netföng eru sjálfkrafa tekin út.
 • Yfirgripsmikil tölfræði.
NÆSTU SKREF Sæktu um ótakmarkaðan 3 vikna prufuaðgang að öllum hlutum kerfisins í 3 vikur. Þetta er ÓKEYPIS aðgangur. Útsendingar fréttabréfa geta hafist strax að uppsetningu lokinni.

Betri staða á leitarvélunum

Stærstu leitarvélarnar eins og Google eru stöðugt að uppfæra og breyta reikniformúlum sem ákvarða stöðu vefsvæða í leitarniðurstöðum. Það sem gildir í dag til þess að fá vefsíðu hátt skráða hjá leitarvél getur verið úrelt á morgun. Þess vegna fylgjumst við daglega með breytingum hjá leitarvélunum og tryggjum þannig að viðskiptavinir okkar séu ávallt í fremstu röð.

Vefsíðugreining tryggir að vefurinn þinn sé leitarvélavænn fyrir helstu leitarorð og leitarstrengi sem ákveðið er að nota í markaðssetningu vefsins. Meðal þess sem farið er yfir í vefsíðugreiningu er úttekt á 20 lykilatriðum sem ákvarða stöðu vefsins á leitarvélunum. Þetta á við um kóða, META tög, texta, leitarorðatíðni, orðafjölda á síðu, nöfn á skrám og möppum o.fl. sem nauðsynlegt er að hafa í lagi til þess að vefurinn komi ofarlega í leitarniðurstöðum stærstu leitarvélanna.

Aukin viðskipti á netinu

Þegar vefurinn er farinn að fá mikla aðsókn áhugasamra viðskiptavina þá þarf að gera þeim auðvelt fyrir að ná markmiði sínu hvort sem það er að kaupa vörur eða þjónustu beint á vefnum, fá upplýsingar um fyrirtækið, vörur, útibú eða umboðsaðila, skrá sig á póstlista, hafa samband eða annað.

Með því að móta vefinn í samræmi við markhópagreininguna er líklegra að notandinn hafi samband og eigi viðskipti við fyrirtækið. Gott og vel úthugsað notendaviðmót eykur nýtingarhlutfall heimsókna. Tekið er mið af einkennum og áhugamálum hvers notendahóps fyrir sig, þörfum þeirra, væntingum, spurningum og fyrirstöðum svarað, og lögð áherslu á þau atriði sem skipta notandann mestu máli.

Mikilvægt er að hanna skjáflæðið þannig að notandinn nái markmiði sínu flótt og auðveldlega með sem fæstum smellum og með sem minnstri fyrirhöfn.

Viðmótsgreining eykur líkurnar á að markhópurinn framkvæmi þær aðgerðir sem honum er ætlað að gera. Meðal þess sem skiptir máli í viðmótsgreiningu er þema vefsins, texti, útlit, skjáflæði og annað sem haft gæti áhrif á hegðun og ákvarðanatöku markhópsins.

Bestur árangur næst með reglulegum viðmótsprófunum þar sem helstu aðgerðir eru prófaðar og mældar út frá markmiðum, þörfum og kröfum markhópsins.