Facebook markaðssetning
Sérhannaðar lausnir fyrir fyrirtæki sem vilja stækka Facebook vinahópinn og auka sýnileika á vörumerki, vörum og þjónustu og ná til til núverandi og tilvonandi viðskiptavina á auðveldan, ódýran og fljótlegan hátt .
Yfir 260.000 íslendingar eru skráðir á Facebook, þetta eru um 80% landsmanna eða átta af hverjum tíu íslendingum. Með góðri Facebook fyrirtækjasíðu hefur þessi stóri markhópur aðgang að fyrirtæki þínu og þú getur nýtt þér eina öflugustu tegund markaðssetningar sem til er þ.e. þegar fólk mælir með fyrirtæki þínu, vörum og þjónustu.
Facebook fyrirtækjasíða gerir þér kleift að byggja upp traust og viðskiptavild með jákvæðum og skemmtilegum samskiptum við fólkið sem kemur á síðu fyrirtækisins. Með fyrirtækjasíðu nálgast þú nýja markhópa og vekur athygli þeirra á fyrirtækinu, vörum þess og þjónustu.
Facebook markaðssetning skiptist í fjóra hluta.
- Skráning – Hanna og setja upp skemmtilega fyrirtækjasíðu sem vekur áhuga og athygli.
- Tengingar – Tengjast fólkinu með skemmtilegum umræðum, myndum, spurningum, könnunum, auglýsingum, leikjum, samkeppnum o.fl. sem vekja áhuga og athygli.
- Samskipti – Taka þátt í umræðum og gera þær skemmtilegar og áhugaverðar, sýna örlæti og miðla gagnlegum upplýsingum.
- Virkja – Auka vinsældir, áhrif og útbreiðslu fyrirtækjasíðunnar með því að virkja vini hennar til góðra verka.
NÆSTU SKREF
Þú velur lengd herferðar (7 til 30 daga herferðir í boði) og lætur okkur vita hvaða markmiðum þú vilt ná með herferðinni. Við sendum þér tillögur og hugmyndir og setjum í gang þegar þú hefur samþykkt tillögurnar. Við tökum stöðuna reglulega og látum þig vita þegar herferðin hefur náð settum markmiðum.