Námskeið í markaðssetningu á netinu

Flokkar: ,

Description

Mikilvægi markaðssetningar á netinu hefur aukist undanfarin ár og fest sig í sessi sem hluti af námskeiðsframboði Veftorgs. Námskeiðin eru skipulögð sem nám samhliða vinnu og eru byggð upp og þróuð af sérfræðingum sem hafa starfað við markaðssetningu á netinu árum saman.

Námið miðar að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á viðfangsefninu. Við leggjum okkur fram við að bjóða stöðugt upp á nýjustu nálgun kennsluefnisins með leiðbeinendum sem eru meðal þeirra færustu hérlendis á sínu sviði.

Þetta er lifandi og hagnýtt nám þar sem nemendur læra undirstöðuatriði öflugs markaðsstarfs og fá tækifæri til að kynnast því nýjasta í straumum og stefnum markaðsmála á netinu bæði hér á landi og erlendis.

Skipulag

Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði og geta skoðað námsefnið og annað efni síðunnar hvar og hvenær sem er á þeim tíma. Árgjaldið er 19.700 kr.

Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðið. Hægt er að framlengja áskrift um 12 mánuði og kostar þá aðeins 9.750 kr.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

  • Skipulag efnis fyrir leitarvélavæna vefi.
  • Vefstjórnun og umsjón markaðsherferða.
  • Styrkur og veikleikar opinna vefumsjónarkerfa í markaðssetningu.
  • Notkun og mikilvægi vefmælinga og greiningartækja.
  • Bloggsíður sem markaðstæki.
  • Markaðssetning á samfélagsmiðlum.
  • SEO, SEM og PPC markaðssetning.
  • Markaðssetning á leitarvélum með áherslu á Google.
  • Markaðssetning á samfélagsmiðlum með áherslu á Facebook og LinkedIn.
  • Markaðssetning með rafrænum markpósti fyrir netklúbba og fréttabréf.

Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson PNLP.

Senda fyrirspurn um þessa þjónustu