WordPress fjarnámskeið
Á þessu fjarnámskeiði er kennd uppsetning og hönnun á WordPress vef og farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum.
Tilvalið fyrir alla sem vilja læra að uppfæra og vinna með efni í WordPress eða koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði.
Inntökuskilyrði
Gott er að nemendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu.
Markmið
Að loknu námskeiði geta nemendur m.a:
- Sótt um lén hjá ISNIC eða Godaddy.
- Sett upp WordPress á hýsingu að eigin vali.
- Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
- Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
- Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
- Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
- Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
- Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
- Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
Viðfangsefni
Á námskeiðinu læra nemendur að setja upp eigin vef frá grunni þar sem hægt er að birta fréttir, vörur, upplýsingar, myndir, myndbönd, umsagnir o.fl. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki um sitt eigi lén eða notist við lén sem þeir eiga eða hafa umsjón með.
Kennslugögn
Með námskeiðinu fylgja WordPress kennslugögn á ensku og aðgangur að gagnabanka með miklu kennsluefni.
Skipulag
Nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu óháð tíma og staðsetningu. Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 90 daga og geta skoðað námsefnið hvar og hvenær sem er á þeim hraða sem hentar. Námsgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðsvefinn. Hægt er að framlengja áskrift um 90 daga og kostar þá aðeins 9.750 kr.
Leiðbeinendur
Garðar Garðarsson, sérfræðingur í Wordpress og markaðssetningu á netinu. Garðar hefur starfað við vefsmíði og vefþjónustu í 21 ár ásamt því að halda fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
Styrkir
Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 691-2225 eða sendu okkur línu á thjonusta@veftorg.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.