Showing all 12 results

Facebook markaðssetning

Sérhannaðar lausnir fyrir fyrirtæki sem vilja stækka Facebook vinahópinn og auka sýnileika á vörumerki, vörum og þjónustu og ná til til núverandi og tilvonandi viðskiptavina á auðveldan, ódýran og fljótlegan hátt . Yfir 260.000 íslendingar eru skráðir á Facebook, þetta eru um 80% landsmanna eða átta af hverjum tíu íslendingum. Með góðri Facebook fyrirtækjasíðu hefur þessi stóri markhópur aðgang að fyrirtæki þínu og þú getur nýtt þér eina öflugustu tegund markaðssetningar sem til er þ.e. þegar fólk mælir með fyrirtæki þínu, vörum og þjónustu. Facebook fyrirtækjasíða gerir þér kleift að byggja upp traust og viðskiptavild með jákvæðum og skemmtilegum samskiptum við fólkið sem kemur á síðu fyrirtækisins. Með fyrirtækjasíðu nálgast þú nýja markhópa og vekur athygli þeirra á fyrirtækinu, vörum þess og þjónustu. Facebook markaðssetning skiptist í fjóra hluta.
  1. Skráning - Hanna og setja upp skemmtilega fyrirtækjasíðu sem vekur áhuga og athygli.
  2. Tengingar - Tengjast fólkinu með skemmtilegum umræðum, myndum, spurningum, könnunum, auglýsingum, leikjum, samkeppnum o.fl. sem vekja áhuga og athygli.
  3. Samskipti - Taka þátt í umræðum og gera þær skemmtilegar og áhugaverðar, sýna örlæti og miðla gagnlegum upplýsingum.
  4. Virkja - Auka vinsældir, áhrif og útbreiðslu fyrirtækjasíðunnar með því að virkja vini hennar til góðra verka.
NÆSTU SKREF Þú velur lengd herferðar (7 til 30 daga herferðir í boði) og lætur okkur vita hvaða markmiðum þú vilt ná með herferðinni. Við sendum þér tillögur og hugmyndir og setjum í gang þegar þú hefur samþykkt tillögurnar. Við tökum stöðuna reglulega og látum þig vita þegar herferðin hefur náð settum markmiðum.

Fullbúinn snjallvefur með netverslun

Fullbúinn “e-commerce” WordPress snjallvefur með Woocommerce netverslun og vörulista. Stílhreinn og vandaður snjallvefur þar sem upplýsingar um vörur og starfssemina eru mjög aðgengilegar í texta og myndum.
Innifalið í pakkanum:
  • Uppsetning á WordPress, sniðmáti og viðbótum
  • Fundir og undirbúningur
  • Uppsetning á WordPress og (responsive) sniðmáti
  • Hönnun á forsíðu, vöru- upplýsinga- og þjónustusíðum
  • SEO leitarvélabestun
  • Tenging við samfélagsmiðla
  • Google Analytics uppsetning og tenging
  • Uppsetning öryggisviðbóta
  • Yfirfærsla á efni frá gömlu síðunni yfir á nýju
  • Uppsetning á Woocommerce netverslunarkerfi
  • Tenging við greiðslugátt
  • Prófanir á síðu
  • Vefur opnaður
  • Kennsla á WordPress og vefumsjónarkerfið

Verð frá: 370.000 kr. með öllu.

Sjá sýnishorn: http://shop.avon.is http://verslun.is
Vinnuferli: Byrjað er á að fara yfir þarfir, væntingar, útlitstillögur, tímasetningar og annað. Wordpress kerfin eru síðan sett upp á vinnusvæði sem þú hefur aðgang að. Við flytjum öll gögn af gamla vefnum yfir á þann nýja og hönnum útlit og virkni vefsins í góðu samráði við kaupanda. Þegar allir eru sáttir við útkomuna og vefurinn tilbúinn þá setjum við nýja vefinn upp á eigin léni. Að lokum kennum við þér á vefinn þannig að þú getir uppfært hann auðveldlega og sett inn nýtt efni. Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar.

Google markaðssetning

Í nokkur ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við að koma vefsvæðum sínum örugglega á fyrstu síðu Google fyrir valda leitarfrasa. Við höfum nýlega stækkað hópinn okkar og ráðið nokkra öfluga sérfræðinga í leitarvélabestun (SEO) og getum því bætt við okkur nokkrum fyrirtækjum sem vilja koma vefsvæðum sínum ofar á Google. #1 á Google Einn viðskiptavina okkar SérEfni með vefinn www.serefni.is er gott dæmi um vef sem hefur verið á fyrstu síðu Google í nokkur ár fyrir alla sína helstu leitarfrasa. Vefsvæði þeirra er í fyrsta sæti á Google fyrir eftirfarandi leitarfrasa, og fleiri til: #1 Húsamálning #1 Skipa og iðnaðarmálning #1 Iðnaðarmálning #1 Smábátamálning #1 Kalkmálning SérEfni er ekki bara á fyrstu síðu Google fyrir alla sína bestu leitarfrasa heldur er vefur þeirra efstur, þ.e. í fyrsta sæti, fyrir alla þessa leitarfrasa. Þitt vefsvæði á fyrstu síðu Google Ef þú hefur áhuga á að koma þínu vefsvæði á fyrstu síðu Google sendu okkur þá vefslóðina þína og fimm bestu leitarfrasana þína. Við könnum hvar vefsíðan er stödd á Google og skipuleggjum herferðina og setjum hana í gang. Vikulega tökum við stöðuna og látum þig vita þegar vefsíðan er komin á fyrstu síðu Google. Við notum aðeins öruggar SEO aðferðir í markaðssetningunni og tökum engar áhættur með óvandaðar "svartar" aðferðir. Hafa verður í huga að það getur tekið nokkrar vikur að ná þessum árangri allt eftir því hve mikil samkeppni er um leitarfrasana sem þú vilt nota. Við ábyrgjumst að vefsíðan komist á fyrstu síðu Google fyrir einn af þessum fimm leitarfrösum. Þjónustan kostar kr. 79.000 og er vel þess virði því þegar vefsvæði ykkar er komið á fyrstu síðu Google þá margfaldast heimsóknir þeirra sem leita að vörum ykkar og þjónustu þannig að hún er fljót að borga sig upp. Í flestum tilfellum hefur herferðin margfeldisáhrif og mun fleiri leitarfrasar en þeir sem valdir voru komast á fyrstu síðu Google. NÆSTU SKREF Smelltu á hnappinn og sendu okkur vefslóðina og fimm leitarfrasa ásamt greiðslu. Við könnum hvar vefsíðan er stödd í leitarniðurstöðum Google fyrir þessa frasa og byrjum að vinna við að koma vefnum ofar. Við tökum síðan stöðuna reglulega og látum þig vita þegar vefsíðan er komin á fyrstu síðu Google. Hafðu samband núna ef þú vilt vera með, það eru aðeins nokkur pláss laus.

fridrik-arnasonÁ fyrstu síðu Google á einni viku Við höfðum samband við Garðar hjá Veftorg.is og báðum hann um að hjálpa okkur að koma vefnum okkar enjoyiceland.is ofar á leitarvélunum. Við sendum honum nokkra leitarfrasa og á einni viku þá vorum við komin á fyrstu síðu google með fimm leitar frasa. Við mælum með þjónustunni sem Garðar veitir. -- Friðrik Árnason - enjoyiceland.is

LinkedIn markaðssetning

#1 á LinkedIn

Komum prófílnum þínum á fyrstu síðu leitarniðurstaðna hjá LinkedIn fyrir einn af fimm leitarfrösum eða lykilorðum. Ábyrgjumst árangur og endurgreiðum kostnaðinn ef herferð skilar ekki árangri. Þetta er ný þjónusta hjá okkur og fyrstu niðurstöður lofa góðu. Við prófuðum þetta á tilteknum prófíl og í stuttu máli þá er viðkomandi einstaklingur annaðhvort í fyrsta sæti fyrir helstu leitarfrasana og lykilorðin sem tengjast starfsemi hans eða á fyrstu síðu leitarniðurstaðna. Þessi þjónusta kostar venjulega kr. 59.000 og er vel þess virði því þegar prófíll er kominn í fyrsta sæti leitarniðurstaðna á LinkedIn þá margfaldast heimsóknir og fyrirspurnir þeirra sem eru sérstaklega að leita að fólki með þína sérþekkingu. Í stuttan tíma bjóðum við þennan pakka með 33% kynningarafslætti. Afslátturinn gildir fyrir 5 næstu fyrirtækin/einstaklingana sem panta þjónustuna og fá því pakkann á aðeins kr. 39.500. Láttu okkur vita ef þú hefur áhuga á þessari þjónustu. Það eru aðeins 5 pláss í boði á þessu verði, fyrstur kemur fyrstur fær. Hafa verður í huga að það getur tekið nokkrar vikur að ná þessum árangri allt eftir því hve mikil samkeppni er um leitarfrasana sem þú vilt nota. NÆSTU SKREF Sendu okkur vefslóðina sem þú vilt koma efst á LinkedIn ásamt helstu leitarfrösum. Við könnum í hvaða sæti prófíllinn er núna á LinkedIn og sendum þér tillögur og hugmyndir um hvað þú getur gert til að bæta stöðuna og koma þér ofar í leitarniðurstöðurnar.

Námskeið í markaðssetningu á netinu

Mikilvægi markaðssetningar á netinu hefur aukist undanfarin ár og fest sig í sessi sem hluti af námskeiðsframboði Veftorgs. Námskeiðin eru skipulögð sem nám samhliða vinnu og eru byggð upp og þróuð af sérfræðingum sem hafa starfað við markaðssetningu á netinu árum saman. Námið miðar að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á viðfangsefninu. Við leggjum okkur fram við að bjóða stöðugt upp á nýjustu nálgun kennsluefnisins með leiðbeinendum sem eru meðal þeirra færustu hérlendis á sínu sviði. Þetta er lifandi og hagnýtt nám þar sem nemendur læra undirstöðuatriði öflugs markaðsstarfs og fá tækifæri til að kynnast því nýjasta í straumum og stefnum markaðsmála á netinu bæði hér á landi og erlendis. Skipulag Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði og geta skoðað námsefnið og annað efni síðunnar hvar og hvenær sem er á þeim tíma. Árgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðið. Hægt er að framlengja áskrift um 12 mánuði og kostar þá aðeins 9.750 kr. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
  • Skipulag efnis fyrir leitarvélavæna vefi.
  • Vefstjórnun og umsjón markaðsherferða.
  • Styrkur og veikleikar opinna vefumsjónarkerfa í markaðssetningu.
  • Notkun og mikilvægi vefmælinga og greiningartækja.
  • Bloggsíður sem markaðstæki.
  • Markaðssetning á samfélagsmiðlum.
  • SEO, SEM og PPC markaðssetning.
  • Markaðssetning á leitarvélum með áherslu á Google.
  • Markaðssetning á samfélagsmiðlum með áherslu á Facebook og LinkedIn.
  • Markaðssetning með rafrænum markpósti fyrir netklúbba og fréttabréf.
Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson PNLP.

Póstlista markaðssetning

Sendum rafræn fréttabréf á póstlista, hvort sem það eru ein og ein herferð eða vikulegt eða mánaðarlegt fréttabréf. Við getum séð um allt utanumhald á póstlistum og fréttabréfum. Viðskiptavinir útvega sinn eigin lista eða við aðstoðum við að safna netföngum í lista yfir áhugasama viðskiptavini allt eftir óskum hvers og eins. Þú sendir okkur einfaldlega texta og myndir sem við vinnum fyrir þig, setjum í rafrænt fréttabréf og sendum fyrir þig. Helstu kostir:
  • Enginn aukahugbúnaður.
  • Einfalt og fljótlegt í uppsetningu.
  • Ódýrt.
  • Þægilegt og öruggt í útsendingum.
  • Allir notendur fá tölvupóstinn.
  • Öll ónýt eða ógild netföng eru sjálfkrafa tekin út.
  • Yfirgripsmikil tölfræði.
NÆSTU SKREF Sæktu um ótakmarkaðan 3 vikna prufuaðgang að öllum hlutum kerfisins í 3 vikur. Þetta er ÓKEYPIS aðgangur. Útsendingar fréttabréfa geta hafist strax að uppsetningu lokinni.

Snjallvefur fyrir lítil fyrirtæki og einyrkja

Fullbúinn WordPress snjallvefur fyrir lítil fyrirtæki og einyrkja. Stílhreinn og vandaður snjallvefur þar sem upplýsingar um vörur og starfssemina eru mjög aðgengilegar í texta og myndum.
Innifalið í pakkanum:
  • Uppsetning á WordPress og (responsive) sniðmáti og viðbótum
  • Hönnun á forsíðu og upplýsingasíðum
  • SEO leitarvélabestun
  • Tenging við samfélagsmiðla
  • Uppsetning öryggisviðbóta
  • Yfirfærsla á efni frá gömlu síðunni yfir á nýju
  • Prófanir á síðu
  • Vefur opnaður
  • Kennsla á WordPress og vefumsjónarkerfið

Verð frá: 137.000 kr. með öllu.

Sjá sýnishorn: http://bifreidavidgerdir.is http://epogko.is http://pahreinsun.is Vinnuferli: Byrjað er á að fara yfir þarfir, væntingar, útlitstillögur, tímasetningar og annað. Wordpress kerfin eru síðan sett upp á vinnusvæði sem þú hefur aðgang að. Við flytjum öll gögn af gamla vefnum yfir á þann nýja og hönnum útlit og virkni vefsins í góðu samráði við þig. Þegar allir eru sáttir við útkomuna og vefurinn tilbúinn þá setjum við nýja vefinn upp á léninu þínu. Að lokum kennum við þér á vefinn þannig að þú getir uppfært hann auðveldlega og sett inn nýtt efni. Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar.

Snjallvefur fyrir millistór fyrirtæki

Fullbúinn WordPress snjallvefur fyrir meðalstór fyrirtæki. Stílhreinn og vandaður snjallvefur þar sem upplýsingar um vörur og starfssemina eru mjög aðgengilegar í texta og myndum.
Innifalið í pakkanum:
  • Fundir og undirbúningur
  • Uppsetning á WordPress og (responsive) sniðmáti og viðbótum
  • Hönnun á forsíðu og upplýsinga- og þjónustusíðum
  • SEO leitarvélabestun
  • Tenging við samfélagsmiðla
  • Google Analytics uppsetning og tenging
  • Uppsetning öryggisviðbóta
  • Yfirfærsla á efni frá gömlu síðunni yfir á nýju
  • Prófanir á síðu
  • Vefur opnaður
  • Kennsla á WordPress og vefumsjónarkerfið

Verð frá: 320.000 kr. með öllu.

Sjá sýnishorn: http://frumtak.is http://serefni.is http://lambhagi.is
Vinnuferli: Byrjað er á að fara yfir þarfir, væntingar, útlitstillögur, tímasetningar og annað. Wordpress kerfin eru síðan sett upp á vinnusvæði sem þú hefur aðgang að. Við flytjum öll gögn af gamla vefnum yfir á þann nýja og hönnum útlit og virkni vefsins í góðu samráði við kaupanda. Þegar allir eru sáttir við útkomuna og vefurinn tilbúinn þá setjum við nýja vefinn upp á eigin léni. Að lokum kennum við þér á vefinn þannig að þú getir uppfært hann auðveldlega og sett inn nýtt efni. Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar.

Snjallvefur fyrir minni fyrirtæki

Fullbúinn WordPress snjallvefur fyrir minni fyrirtæki. Stílhreinn og vandaður snjallvefur þar sem upplýsingar um vörur og starfssemina eru mjög aðgengilegar í texta og myndum.
Innifalið í pakkanum:
  • Fundir og undirbúningur
  • Uppsetning á WordPress og (responsive) sniðmáti og viðbótum
  • Hönnun á forsíðu og upplýsinga- og þjónustusíðum
  • SEO leitarvélabestun
  • Tenging við samfélagsmiðla
  • Google Analytics uppsetning og tenging
  • Uppsetning öryggisviðbóta
  • Yfirfærsla á efni frá gömlu síðunni yfir á nýju
  • Prófanir á síðu
  • Vefur opnaður
  • Kennsla á WordPress og vefumsjónarkerfið

Verð frá: 230.000 kr. með öllu.

Sjá sýnishorn: http://frumtak.is https://glitur.is/
Vinnuferli: Byrjað er á að fara yfir þarfir, væntingar, útlitstillögur, tímasetningar og annað. Wordpress kerfin eru síðan sett upp á vinnusvæði sem þú hefur aðgang að. Við flytjum öll gögn af gamla vefnum yfir á þann nýja og hönnum útlit og virkni vefsins í góðu samráði við kaupanda. Þegar allir eru sáttir við útkomuna og vefurinn tilbúinn þá setjum við nýja vefinn upp á eigin léni. Að lokum kennum við þér á vefinn þannig að þú getir uppfært hann auðveldlega og sett inn nýtt efni. Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar.

WordPress fjarnámskeið

Á þessu fjarnámskeiði er kennd uppsetning og hönnun á WordPress vef og farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum. Tilvalið fyrir alla sem vilja læra að uppfæra og vinna með efni í WordPress eða koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði. Inntökuskilyrði Gott er að nemendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu. Markmið Að loknu námskeiði geta nemendur m.a:
  • Sótt um lén hjá ISNIC eða Godaddy.
  • Sett upp WordPress á hýsingu að eigin vali.
  • Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
  • Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
  • Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
  • Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
  • Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
  • Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
  • Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
Viðfangsefni Á námskeiðinu læra nemendur að setja upp eigin vef frá grunni þar sem hægt er að birta fréttir, vörur, upplýsingar, myndir, myndbönd, umsagnir o.fl. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki um sitt eigi lén eða notist við lén sem þeir eiga eða hafa umsjón með. Kennslugögn Með námskeiðinu fylgja WordPress kennslugögn á ensku og aðgangur að gagnabanka með miklu kennsluefni. Skipulag Nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu óháð tíma og staðsetningu. Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 90 daga og geta skoðað námsefnið hvar og hvenær sem er á þeim hraða sem hentar. Námsgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðsvefinn. Hægt er að framlengja áskrift um 90 daga og kostar þá aðeins 9.750 kr. Leiðbeinendur Garðar Garðarsson, sérfræðingur í Wordpress og markaðssetningu á netinu. Garðar hefur starfað við vefsmíði og vefþjónustu í 21 ár ásamt því að halda fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Styrkir Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 691-2225 eða sendu okkur línu á thjonusta@veftorg.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

WordPress námskeið

WordPress vefumsjónarkerfið er ókeypis opinn hugbúnaður og er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Stór hópur fyrirtækja og einstaklinga notar vefumsjónarkerfið til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri á netinu vegna þess að það býður upp á mikinn sveigjanleika í hönnun og framsetningu upplýsinga og er auðvelt í notkun. Á þessu námskeiði er kennd uppsetning og hönnun á WordPress vef og farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum. Tilvalið fyrir alla sem vilja læra að uppfæra og vinna með efni í WordPress eða koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði. Rafræn kennslubók á ensku fylgir með og fá nemendur ókeypis æfingavef til afnota á meðan námskeiðinu stendur. Inntökuskilyrði Gott er að nemendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu. Markmið Að loknu námskeiði geta nemendur m.a:
  • Sótt um lén hjá ISNIC eða Godaddy.
  • Sett upp WordPress á hýsingu að eigin vali.
  • Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
  • Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
  • Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
  • Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
  • Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
  • Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
  • Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
Viðfangsefni Á námskeiðinu læra nemendur að setja upp eigin vef frá grunni þar sem hægt er að birta fréttir, vörur, upplýsingar, myndir, myndbönd, umsagnir o.fl. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki um sitt eigi lén eða notist við lén sem þeir eiga eða hafa umsjón með. Kennslugögn Með námskeiðinu fylgja WordPress kennslugögn á ensku. Skipulag Þetta námskeið er kennt í tölvuveri HÍ en einnig er í boði fjarnámskeið og sérkennsla.
  • Hópnámskeið Staðbundin hópnámskeið eru haldin í tölvuveri Háskóla Íslands. Námskeiðið er samtals 6 klst. og er kennt 2 til 3 klst. í senn á morgnana eða kvöldin. Verð á snemmskráningu er 31.500 kr. Almennt verð er 39.500 kr. Dag- og tímasetning námskeiða er ákveðin í samráði við nemendur út frá snemmskráningum.
  • Fjarnámskeið Nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu óháð tíma og staðsetningu. Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 90 daga og geta skoðað námsefnið hvar og hvenær sem er á þeim hraða sem hentar. Námsgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðsvefinn. Hægt er að framlengja áskrift um 90 daga og kostar þá aðeins 9.750 kr.
  • Sérkennsla Fyrirtæki geta einnig fengið sérkennslu og komum við þá á staðinn og förum yfir og kennum einstaklingum eða hópum innan fyrirtækisins þannig að starfsfólk geti uppfært og viðhaldið vefsvæðum fyrirtækisins. Verð á einkakennslu er 9.700 kr. pr. klst.
Leiðbeinendur Garðar Garðarsson, sérfræðingur í Wordpress og markaðssetningu á netinu. Garðar hefur starfað við vefsmíði og vefþjónustu í 21 ár ásamt því að halda fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Styrkir Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 691-2225 eða sendu okkur línu á thjonusta@veftorg.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

WordPress sérkennsla

Fyrirtæki geta pantað sérkennslu og komum við þá á staðinn og förum yfir og kennum einstaklingum eða hópum innan fyrirtækisins. Markmiðið er að starfsfólk geti uppfært og viðhaldið vefsvæðum fyrirtækisins. Verð á sérkennslu er 9.700 kr. pr. klst. Í sérkennslu er farið yfir helstu stillingar WordPress og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum. Inntökuskilyrði Gott er að þátttakendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu. Markmið Að loknu námskeiði geta þátttakendur m.a:
  • Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
  • Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
  • Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
  • Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
  • Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
  • Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
  • Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
Skipulag Áður en leiðbeinandi mætir á staðinn og sérkennsla hefst er farið yfir hvaða atriði þarf að taka fyrir hvort sem það er að uppfæra eða stilla vefinn, læra á grunnatriðin eða fara djúpt í forritun og hönnun vefsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur notist við lén sem þeir eiga eða hafa umsjón með. Kennslugögn Með sérkennslu fylgja WordPress kennslugögn á ensku. Leiðbeinandi Garðar Garðarsson, sérfræðingur í Wordpress og markaðssetningu á netinu. Garðar hefur starfað við vefsmíði og vefþjónustu í 21 ár ásamt því að halda fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.