VERKEFNI

Þekkingarsetur Vestmannaeyja

RANNSÓKNIR - MENNTUN - NÝSKÖPUN

Þekkingarsetur Vestmannaeyja veitir atvinnulífi Vestmannaeyja stuðning með ráðgjöf, fræðslu og með því að halda úti rannsóknum og hvetja til nýsköpunar.

Þau vildu fá nýjan snjallvef sem uppfyllti alla nýjustu staðla í hönnun og öryggi í vefmálum. Við hönnuðum og settum upp vandaðan snjallvef sem miðar að því að kynna starfsseminnar vel næstu árin.

Gamli vefurinn var í sérsmíðuðu vefumsjónarkerfi og fluttum við allt efnið af gamla vefnum yfir í nýja WordPress vefinn ásamt því að leiðrétta texta og bæta við nýju efni sem endurspeglaði vöxt og framfarir fyrirtækisins síðustu ár.

Við óskum Þekkingarsetrinu innilega til hamingju með nýja snjallvefinn og vonum að hann geri starfseminni góð skil og styrki þá góðu ímynd sem Setrið er þekkt fyrir

Sjá: http://setur.is

Deildu þessari síðu