VERKEFNI

TravelEast

Experience the Real Iceland!

TravelEast er framsækið fyrirtæki sem býður upp á öðruvísi pakkaferðir, allt frá dagsferð til vikuferðar.

Ef þú hefur gaman af fjallgöngu, jeppaferðum, hestaferðum og að baða þig í heitum lindum úti í náttúrunni þá er TravelEast eitthvað fyrir þig.

Þau vildu fá nýjan snjallvef sem uppfyllti alla nýjustu staðla í hönnun og öryggi í vefmálum og gæti tengst bokun.is fyrir sölu á ferðum og Facebook og öðrum samfélagsmiðlum fyrir markaðssetningu.

Gamli vefurinn var í sérsmíðuðu vefumsjónarkerfi og eftir að við höfðum hannað og sett upp nýja vefinn þá kenndum við þeim á vefumsjónarkerfið og fluttu þau sjálf allt efnið af gamla vefnum yfir í nýja WordPress vefinn ásamt því að leiðrétta texta og bæta við nýju efni sem endurspeglaði markmið og vöxt fyrirtækisins síðustu ár.

Við óskum TravelEast innilega til hamingju með nýja snjallvefinn og vonum að hann styrki góða ímynd fyrirtækisins

Sjá: http://traveleast.is

Deildu þessari síðu