Showing all 4 results

Námskeið í markaðssetningu á netinu

Mikilvægi markaðssetningar á netinu hefur aukist undanfarin ár og fest sig í sessi sem hluti af námskeiðsframboði Veftorgs. Námskeiðin eru skipulögð sem nám samhliða vinnu og eru byggð upp og þróuð af sérfræðingum sem hafa starfað við markaðssetningu á netinu árum saman. Námið miðar að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á viðfangsefninu. Við leggjum okkur fram við að bjóða stöðugt upp á nýjustu nálgun kennsluefnisins með leiðbeinendum sem eru meðal þeirra færustu hérlendis á sínu sviði. Þetta er lifandi og hagnýtt nám þar sem nemendur læra undirstöðuatriði öflugs markaðsstarfs og fá tækifæri til að kynnast því nýjasta í straumum og stefnum markaðsmála á netinu bæði hér á landi og erlendis. Skipulag Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði og geta skoðað námsefnið og annað efni síðunnar hvar og hvenær sem er á þeim tíma. Árgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðið. Hægt er að framlengja áskrift um 12 mánuði og kostar þá aðeins 9.750 kr. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
  • Skipulag efnis fyrir leitarvélavæna vefi.
  • Vefstjórnun og umsjón markaðsherferða.
  • Styrkur og veikleikar opinna vefumsjónarkerfa í markaðssetningu.
  • Notkun og mikilvægi vefmælinga og greiningartækja.
  • Bloggsíður sem markaðstæki.
  • Markaðssetning á samfélagsmiðlum.
  • SEO, SEM og PPC markaðssetning.
  • Markaðssetning á leitarvélum með áherslu á Google.
  • Markaðssetning á samfélagsmiðlum með áherslu á Facebook og LinkedIn.
  • Markaðssetning með rafrænum markpósti fyrir netklúbba og fréttabréf.
Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson PNLP.

WordPress fjarnámskeið

Á þessu fjarnámskeiði er kennd uppsetning og hönnun á WordPress vef og farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum. Tilvalið fyrir alla sem vilja læra að uppfæra og vinna með efni í WordPress eða koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði. Inntökuskilyrði Gott er að nemendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu. Markmið Að loknu námskeiði geta nemendur m.a:
  • Sótt um lén hjá ISNIC eða Godaddy.
  • Sett upp WordPress á hýsingu að eigin vali.
  • Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
  • Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
  • Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
  • Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
  • Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
  • Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
  • Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
Viðfangsefni Á námskeiðinu læra nemendur að setja upp eigin vef frá grunni þar sem hægt er að birta fréttir, vörur, upplýsingar, myndir, myndbönd, umsagnir o.fl. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki um sitt eigi lén eða notist við lén sem þeir eiga eða hafa umsjón með. Kennslugögn Með námskeiðinu fylgja WordPress kennslugögn á ensku og aðgangur að gagnabanka með miklu kennsluefni. Skipulag Nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu óháð tíma og staðsetningu. Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 90 daga og geta skoðað námsefnið hvar og hvenær sem er á þeim hraða sem hentar. Námsgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðsvefinn. Hægt er að framlengja áskrift um 90 daga og kostar þá aðeins 9.750 kr. Leiðbeinendur Garðar Garðarsson, sérfræðingur í Wordpress og markaðssetningu á netinu. Garðar hefur starfað við vefsmíði og vefþjónustu í 21 ár ásamt því að halda fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Styrkir Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 691-2225 eða sendu okkur línu á thjonusta@veftorg.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

WordPress námskeið

WordPress vefumsjónarkerfið er ókeypis opinn hugbúnaður og er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Stór hópur fyrirtækja og einstaklinga notar vefumsjónarkerfið til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri á netinu vegna þess að það býður upp á mikinn sveigjanleika í hönnun og framsetningu upplýsinga og er auðvelt í notkun. Á þessu námskeiði er kennd uppsetning og hönnun á WordPress vef og farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum. Tilvalið fyrir alla sem vilja læra að uppfæra og vinna með efni í WordPress eða koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði. Rafræn kennslubók á ensku fylgir með og fá nemendur ókeypis æfingavef til afnota á meðan námskeiðinu stendur. Inntökuskilyrði Gott er að nemendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu. Markmið Að loknu námskeiði geta nemendur m.a:
  • Sótt um lén hjá ISNIC eða Godaddy.
  • Sett upp WordPress á hýsingu að eigin vali.
  • Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
  • Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
  • Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
  • Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
  • Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
  • Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
  • Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
Viðfangsefni Á námskeiðinu læra nemendur að setja upp eigin vef frá grunni þar sem hægt er að birta fréttir, vörur, upplýsingar, myndir, myndbönd, umsagnir o.fl. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki um sitt eigi lén eða notist við lén sem þeir eiga eða hafa umsjón með. Kennslugögn Með námskeiðinu fylgja WordPress kennslugögn á ensku. Skipulag Þetta námskeið er kennt í tölvuveri HÍ en einnig er í boði fjarnámskeið og sérkennsla.
  • Hópnámskeið Staðbundin hópnámskeið eru haldin í tölvuveri Háskóla Íslands. Námskeiðið er samtals 6 klst. og er kennt 2 til 3 klst. í senn á morgnana eða kvöldin. Verð á snemmskráningu er 31.500 kr. Almennt verð er 39.500 kr. Dag- og tímasetning námskeiða er ákveðin í samráði við nemendur út frá snemmskráningum.
  • Fjarnámskeið Nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu óháð tíma og staðsetningu. Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 90 daga og geta skoðað námsefnið hvar og hvenær sem er á þeim hraða sem hentar. Námsgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðsvefinn. Hægt er að framlengja áskrift um 90 daga og kostar þá aðeins 9.750 kr.
  • Sérkennsla Fyrirtæki geta einnig fengið sérkennslu og komum við þá á staðinn og förum yfir og kennum einstaklingum eða hópum innan fyrirtækisins þannig að starfsfólk geti uppfært og viðhaldið vefsvæðum fyrirtækisins. Verð á einkakennslu er 9.700 kr. pr. klst.
Leiðbeinendur Garðar Garðarsson, sérfræðingur í Wordpress og markaðssetningu á netinu. Garðar hefur starfað við vefsmíði og vefþjónustu í 21 ár ásamt því að halda fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Styrkir Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 691-2225 eða sendu okkur línu á thjonusta@veftorg.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

WordPress sérkennsla

Fyrirtæki geta pantað sérkennslu og komum við þá á staðinn og förum yfir og kennum einstaklingum eða hópum innan fyrirtækisins. Markmiðið er að starfsfólk geti uppfært og viðhaldið vefsvæðum fyrirtækisins. Verð á sérkennslu er 9.700 kr. pr. klst. Í sérkennslu er farið yfir helstu stillingar WordPress og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum. Inntökuskilyrði Gott er að þátttakendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu. Markmið Að loknu námskeiði geta þátttakendur m.a:
  • Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
  • Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
  • Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
  • Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
  • Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
  • Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
  • Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
Skipulag Áður en leiðbeinandi mætir á staðinn og sérkennsla hefst er farið yfir hvaða atriði þarf að taka fyrir hvort sem það er að uppfæra eða stilla vefinn, læra á grunnatriðin eða fara djúpt í forritun og hönnun vefsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur notist við lén sem þeir eiga eða hafa umsjón með. Kennslugögn Með sérkennslu fylgja WordPress kennslugögn á ensku. Leiðbeinandi Garðar Garðarsson, sérfræðingur í Wordpress og markaðssetningu á netinu. Garðar hefur starfað við vefsmíði og vefþjónustu í 21 ár ásamt því að halda fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.