WordPress sérkennsla
Fyrirtæki geta pantað sérkennslu og komum við þá á staðinn og förum yfir og kennum einstaklingum eða hópum innan fyrirtækisins. Markmiðið er að starfsfólk geti uppfært og viðhaldið vefsvæðum fyrirtækisins. Verð á sérkennslu er 12.700 kr. pr. klst.
Í sérkennslu er farið yfir helstu stillingar WordPress og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum.
Inntökuskilyrði
Gott er að þátttakendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu.
Markmið
Að loknu námskeiði geta þátttakendur m.a:
- Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
- Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
- Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
- Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
- Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
- Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
- Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.