Námskeið í markaðssetningu á netinu
Mikilvægi markaðssetningar á netinu hefur aukist undanfarin ár og fest sig í sessi sem hluti af námskeiðsframboði Veftorgs. Námskeiðin eru skipulögð sem nám samhliða vinnu og eru byggð upp og þróuð af sérfræðingum sem hafa starfað við markaðssetningu á netinu árum saman.
Námið miðar að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á viðfangsefninu. Við leggjum okkur fram við að bjóða stöðugt upp á nýjustu nálgun kennsluefnisins með leiðbeinendum sem eru meðal þeirra færustu hérlendis á sínu sviði.
Þetta er lifandi og hagnýtt nám þar sem nemendur læra undirstöðuatriði öflugs markaðsstarfs og fá tækifæri til að kynnast því nýjasta í straumum og stefnum markaðsmála á netinu bæði hér á landi og erlendis.
Skipulag
Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði og geta skoðað námsefnið og annað efni síðunnar hvar og hvenær sem er á þeim tíma. Árgjaldið er 19.700 kr.
Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðið. Hægt er að framlengja áskrift um 12 mánuði og kostar þá aðeins 9.750 kr.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
- Skipulag efnis fyrir leitarvélavæna vefi.
- Vefstjórnun og umsjón markaðsherferða.
- Styrkur og veikleikar opinna vefumsjónarkerfa í markaðssetningu.
- Notkun og mikilvægi vefmælinga og greiningartækja.
- Bloggsíður sem markaðstæki.
- Markaðssetning á samfélagsmiðlum.
- SEO, SEM og PPC markaðssetning.
- Markaðssetning á leitarvélum með áherslu á Google.
- Markaðssetning á samfélagsmiðlum með áherslu á Facebook og LinkedIn.
- Markaðssetning með rafrænum markpósti fyrir netklúbba og fréttabréf.
WordPress fjarnámskeið
Á þessu fjarnámskeiði er kennd uppsetning og hönnun á WordPress vef og farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum.
Tilvalið fyrir alla sem vilja læra að uppfæra og vinna með efni í WordPress eða koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði.
Inntökuskilyrði
Gott er að nemendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu.
Markmið
Að loknu námskeiði geta nemendur m.a:
- Sótt um lén hjá ISNIC eða Godaddy.
- Sett upp WordPress á hýsingu að eigin vali.
- Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
- Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
- Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
- Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
- Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
- Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
- Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
WordPress námskeið
WordPress vefumsjónarkerfið er ókeypis opinn hugbúnaður og er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Stór hópur fyrirtækja og einstaklinga notar vefumsjónarkerfið til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri á netinu vegna þess að það býður upp á mikinn sveigjanleika í hönnun og framsetningu upplýsinga og er auðvelt í notkun.
Á þessu námskeiði er kennd uppsetning og hönnun á WordPress vef og farið yfir helstu stillingar og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum.
Tilvalið fyrir alla sem vilja læra að uppfæra og vinna með efni í WordPress eða koma sér upp eigin vef með litlum tilkostnaði.
Rafræn kennslubók á ensku fylgir með og fá nemendur ókeypis æfingavef til afnota á meðan námskeiðinu stendur.
Inntökuskilyrði
Gott er að nemendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu.
Markmið
Að loknu námskeiði geta nemendur m.a:
- Sótt um lén hjá ISNIC eða Godaddy.
- Sett upp WordPress á hýsingu að eigin vali.
- Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
- Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
- Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
- Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
- Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
- Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
- Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.
- Hópnámskeið Staðbundin hópnámskeið eru haldin í tölvuveri Háskóla Íslands. Námskeiðið er samtals 6 klst. og er kennt 2 til 3 klst. í senn á morgnana eða kvöldin. Verð á snemmskráningu er 31.500 kr. Almennt verð er 39.500 kr. Dag- og tímasetning námskeiða er ákveðin í samráði við nemendur út frá snemmskráningum.
- Fjarnámskeið Nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu óháð tíma og staðsetningu. Nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 90 daga og geta skoðað námsefnið hvar og hvenær sem er á þeim hraða sem hentar. Námsgjaldið er 19.700 kr. Engin takmörk eru á því hversu oft nemendur geta farið inn á námskeiðsvefinn. Hægt er að framlengja áskrift um 90 daga og kostar þá aðeins 9.750 kr.
- Sérkennsla Fyrirtæki geta einnig fengið sérkennslu og komum við þá á staðinn og förum yfir og kennum einstaklingum eða hópum innan fyrirtækisins þannig að starfsfólk geti uppfært og viðhaldið vefsvæðum fyrirtækisins. Verð á einkakennslu er 9.700 kr. pr. klst.
WordPress sérkennsla
Fyrirtæki geta pantað sérkennslu og komum við þá á staðinn og förum yfir og kennum einstaklingum eða hópum innan fyrirtækisins. Markmiðið er að starfsfólk geti uppfært og viðhaldið vefsvæðum fyrirtækisins. Verð á sérkennslu er 9.700 kr. pr. klst.
Í sérkennslu er farið yfir helstu stillingar WordPress og hvernig auðveldlega má vinna með útlit og efni á vefnum.
Inntökuskilyrði
Gott er að þátttakendur hafi ágæta almenna tölvukunnáttu og hafi einhverja grunnþekkingu á WordPress kerfinu.
Markmið
Að loknu námskeiði geta þátttakendur m.a:
- Notað stjórnborð WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
- Leitað eftir og sett upp sniðmát (Themes).
- Leitað eftir og sett upp viðbætur (Plugins).
- Bætt við smáforritum, innsláttarformum, vegakortum og fleira.
- Skipulagt vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
- Unnið með og sett inn færslur, síður, myndir og margmiðlunarefni.
- Leitarvélabestað vefinn fyrir Google og aðrar leitarvélar.